Innlent

Réðust á eldri konu á heimili hennar og höfðu af henni skartgripi

Birgir Olgeirsson skrifar
Þeir sem kunna búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna.
Þeir sem kunna búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna. Vísir/Eyþór
Síðdegis í gær var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kölluð til þar sem ráðist hafði verið á eldri konu á heimili hennar og henni veittir áverkar. Rannsókn málsins er á frumstigi en svo virðist að tveir karlmenn hafi vitað að þar væru verðmæti að finna og höfðu þeir með sér á brott talsvert magn af skartgripum.

Lögreglan biður fólk að hafa varan á sé þeim boðnir skartgripir til sölu. Þeir sem kunna búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna gegnum netfangið adalsteinna@lrh.is , einkaskilaboð á fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða gegnum símann 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×