Innlent

Bein útsending: Alþingi kemur saman eftir sumarfrí

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.
Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Vísir/Ernir
Alþingi kemur saman á ný í dag að loknu sumarfríi. Þingsetning hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.

Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 147. löggjafarþing, og að því loknu flytur forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir ávarp. Strengjakvartett leikur tónlist við þingsetningarathöfnina. Strengjakvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir og Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla og Bryndís Halla Gylfadóttir selló.

Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 verður þá útbýtt.

Yfirlit helstu atriða þingsetningar:

Kl. 13.25 Þingmenn ganga til kirkju.

Kl. 13.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.

Kl. 14.05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið.

Kl. 14.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16.00.

Framhald þingsetningarfundar:

Kl. 16.00 Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2018 og hlutað um sæti þingmanna.

Kl. 16.20 Fundi slitið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×