Fótbolti

Rudiger kominn til London í læknisskoðun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio Rudiger í leik með þýska landsliðinu.
Antonio Rudiger í leik með þýska landsliðinu. mynd/getty
Varnarmaðurinn Antonio Rudiger er mættur til Lundúna þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Englandsmeisturum Chelsea.

Daily Mail greinir frá því í dag að Rudiger muni skrifa undir fimm ára samning að lokinni læknisskoðun. Kaupverðið mun vera 31 milljón punda en gæti hækkað í 35 milljónir punda með viðbótarákvæðum.

Knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Costa, er ósáttur með hvernig félaginu hefur gengið á leikmannamarkaðinum í sumar og vill ganga frá kaupunum sem fyrst. Hann hefur nú þegar reynt að fá til sín varnarmennina Virgil van Dijk frá Southampton og Leonardo Bonucci frá Juventus en ekkert gekk eftir.

Þessi 24 ára varnarmaður var í lykilhlutverki með þýska landsliðinu sem vann Álfukeppni FIFA á dögunum. Hann kom til Roma árið 2015 og spilaði 56 leiki fyrir félagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×