Enski boltinn

Pochettino: Dele Alli hefur möguleika til að verða enn betri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dele Allii og Mauricio Pochettino.
Dele Allii og Mauricio Pochettino. Vísir/Getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, lagði fullkomlega upp leik Tottenham á móti Chelsea í kvöld þar sem Tottenham vann 2-0 sigur á endaði þrettán leikja sigurgöngu Chelsea.

Dele Alli skoraði bæði mörk Tottenham og varð að skora tvennu í þriðja leiknum í röð. Hann fyrsti leikmaður Tottenham til að ná því síðan að Teddy Sherringham gerði þá árið 1995.

„Hann er að sýna frábæra tækni fyrir framan markið. Hann er frábær leikmaður og leikmaður sem hefur alla möguleika til að verða enn betri. Hann var aftur frábær í kvöld,“ sagði Mauricio Pochettino.

Með því að skora tvennu þriðja leikinn í röð varð Dele Alli fyrsti miðjumaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem nær því að skora tvö mörk í þremur deildarleikjum í röð.

„Þetta er risastór sigur fyrir okkur og mikilvægt að ná í þessi þrjú stig til að minnka forskot þeirra á toppnum. Þetta var mjög erfiður leikur á móti einu af bestu liðum Evrópu. Vægi þessa sigurs er því mjög mikið,“ sagði Mauricio Pochettino við BBC.

„Við höfum sýnt það að við getum gert stóra hluti. Við erum í góðri stöðu en Chelsea er í mjög góðri stöðu. Við erum að berjast um stigin og að reyna að minnka forskotið þeirra,“ sagði Pochettino.


Tengdar fréttir

Arsenal-menn fögnuðu örugglega í kvöld

Chelsea mistókst að vinna sinn fjórtánda deildarleik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal-menn fögnuðu þessum úrslitum eins og önnur lið í toppbaráttunni en Arsenal gat einnig fagnað því að Chelsea tókst ekki að jafna metið þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×