Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Fellibylurinn Irma sem nú ríður Karíbahaf er einn stærsti fellibylur sögunnar. Hún hefur nú þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum á svæðinu. Rannveig Gísladóttir, sem stödd er á ferðalagi í Púertó Ríkó gerir ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. Ítarlega verður fjallað um fellibylinn Irmu í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö og rætt við Rannveigu.

Þá fjöllum við einnig um grunnskólanemendur sem eru reglulega staðnir að því að skoða klám í tölvum og snjallsímum á skólatíma. Samtökin Heimili og skóli hafa gripið inn í slíkar aðstæður með fræðslu fyrir börn allt niður í níu ára og segja að aukið aðhald með snjallsímanotkun barna sé nauðsynlegt. Við verðum líka á léttari nótum og skellum okkur í lýðheilsugöngu með Ferðafélagi íslands, sem ætlar að bjóðaupp á fjölskyldugöngur alla miðvikudaga í september. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×