Erlent

Gordon Brown sakar Íhaldsflokkinn um að heyja stríð gegn fátækum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gordon Brown, var forsætisráðherra Bretlands á árunum 2007-2010.
Gordon Brown, var forsætisráðherra Bretlands á árunum 2007-2010. Vísir/EPA
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er „að heyja stríð gegn fátækum“ og hættir á að skila klofnara Bretlandi frá sér heldur en það hefur verið í hálfa öld. Þetta segir Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins.

Ummælin lét Brown falla á ráðstefnu meðal meðlima Verkamannaflokksins nú á dögunum. Þar sagði hann að fjöldi fátækra í landinu myndi aukast og verða þær hæstu síðan í upphafi tíunda áratugarins.

Hann sagðist gera sér fulla grein fyrir þeim erfiðleikum sem steðja að Verkamannaflokknum sem mælast ívið lægri en Íhaldsflokkurinn í skoðanakönnunum en að „enginn forsætisráðherra Íhaldsflokksins ætti nokkurn tímann að fá lausan tauminn.“

May hefur í kosningabaráttu sinni reynt að höfða til kjósenda Verkamannaflokksins sem upplifa að Jeremy Corbyn, formaður flokksins, hafi „yfirgefið“ sig.

Í ræðu sinni sagði Brown að þörfin fyrir Verkamannaflokkinn hefði aldrei verið meiri á tímum sem þessum. Flokkurinn yrði að fá þingmenn til þess að berjast gegn fátækt.

May segir að hún vilji sameina landsmenn en hún berst fyrir landi sem er ójafnara en nokkru sinni áður síðastliðnu 50 árin.

Brown segir að May reyni hvað hún geti til þess að láta kosningarnar þar í landi snúast einungis um Brexit, á meðan það séu mun fleiri málaflokkar sem augu kjósenda verði að beinast að.

Hún vill að þið treystið henni fyrir Evrópumálum en vill ekki sýna fram á hvaða stefnu hún talar fyrir. Hún vill ótakmarkað umboð til að gera það sem hún vill en enginn forsætisráðherra ætti að fá slíkt umboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×