Erlent

20 manns látnir eftir að rúta hrundi fram af bjargi í Tyrklandi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Af slysstað.
Af slysstað. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 20 manns eru látnir eftir að rúta féll fram af bjargi í dag. Slysið átti sér stað í suðurhluta Tyrklands, nærri ferðamannastaðnum Marmaris. BBC greinir frá. 

Rúmlega 40 manns voru í rútunni þegar bílstjórinn missti stjórn á ökutækinu með fyrrgreindum afleiðingum en 11 manns slösuðust. Samkvæmt upplýsingum frá slysstað voru engir ferðamenn í rútunni.

Samkvæmt upplýsingum frá tyrkneskum fjölmiðlum var rútan full af konum og börnum en slysið átti sér stað á Mugla-Antalya veginum.

Rannsókn mun fara fram á tildrögum slyssins en ýmist er talið að bremsubúnaður í rútunni hafi bilað eða að bílstjóri rútunnar hafi gert mistök við akstur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×