Innlent

Þrjár milljónir í sálfræðinga fyrir vistmenn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá skemmtun á Kópavogshæli árið 1980.
Frá skemmtun á Kópavogshæli árið 1980. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavikur
Þrjár milljónir króna munu renna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að bjóða fyrrverandi vistmönnum Kópavogshælis og aðstandendum þeirra sálfræðiþjónustu. Talið er að um fimmtíu aðilar muni nýta sér þann stuðning.

„Þetta er gert í framhaldi af skýrslu vistheimilanefndar sem var gefin út fyrr á árinu. Þar var meðal annars lagt til að boðið yrði upp á slíka þjónustu,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. „Það var samþykkt að setja þetta af stað og undirbúa þessa vinnu.“

Fordæmi eru fyrir því að fé hafi verið veitt í slíka þjónustu en það var gert í kjölfar skýrslu vistheimilanefndar um Breiðavíkurheimilið. Landssamtökunum Þroskahjálp verður falið að halda utan um framkvæmd verkefnisins nú.


Tengdar fréttir

Bjarni fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar vegna Kópavogshælis

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fundaði með fulltrúum Þroskahjálpar í dag en hann bauð þeim á sinn fund til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli og ýmislegt annað er varðar stöðu og réttindi fatlaðs fólks hér á landi.

Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis

Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×