Erlent

Keppendur í Brighton hálfmaraþoninu illa sviknir

Anton Egilsson skrifar
Úr Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Úr Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Hanna
Skipuleggjendur hins árlega hálfmaraþons í Brighton á suðurströnd Englands hafa viðurkennt að hafa gert mistök við mælingu á vegalengd hlaupaleiðarinnar. Sú leið sem hlaupin hefur verið síðastliðin þrjú ár er 146 metrum styttri en löglegt hálfmaraþon sem er 21,1 kílómetri.

Í frétt BBC kemur fram að upp hafi komist um málið eftir að nokkrir keppendur í hlaupinu í ár gerðu athugasemd eftir að mælibúnaður sem það studdist við í hlaupinu sýndi að þeir hefðu í raun ekki hlaupið hálft maraþon.

Skipuleggjendur hlaupsins harma mistökin.

„Við erum eyðilögð yfir því að þessi mistök hafi átt sér stað og biðjum alla þá sem kepptu í hlaupunum þessi þrjú ár innilegarar afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá skipuleggjendum Brighton hálfmaraþonsins.

Þá segir Martin Hannigan, forstöðumaður Brigton hálfmaraþonsins, jafnframt finna til með því fólki sem stóð í þeirri trú að það væri að setja met eða hlaupa á sínum besta tíma.  

„Við erum sjálf hlauparar og skiljum því fullvel áhrif þessara fregna. Við erum miður okkar yfir mistökunum og tökum fulla ábyrgð á þeim.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×