Erlent

Þrjú þúsund flóttamönnum bjargað á Miðjarðarhafi

Kjartan Kjartansson skrifar
Flóttafólki sem bjargað var af Miðjarðarhafi komið til hafnar í Sikiley.
Flóttafólki sem bjargað var af Miðjarðarhafi komið til hafnar í Sikiley.
Ítalska strandgæslan og sjóherinn ásamt fleirum bjargaði um þrjú þúsund flóttamönnum og farandfólki sem voru að reyna að komast til Evrópu á Miðjarðarhafi í gær. Þjóðerni fólksins hefur ekki verið gefið upp samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar.

Fólkinu var bjargað í fleiri en tuttugu mismunandi aðgerðum sem landamærastofnun Evrópusambandsins og kaupskip tóku einnig þátt í.

Það sem af er þessu ári hafa 43.490 flóttamenn og farandfólk komið til Evrópu sjóleiðina. Fleiri en þúsund hafa farist eða er saknað samkvæmt tölum Alþjóðastofnunarinnar um fólksflutninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×