Innlent

Dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Ákærðu nálguðust efnin í Reykjavík og fluttu þau í bifreið vestur nálægt Ísafjarðardjúpi og voru þau geymd í frystikistu.
Ákærðu nálguðust efnin í Reykjavík og fluttu þau í bifreið vestur nálægt Ísafjarðardjúpi og voru þau geymd í frystikistu. Vísir/Pjetur
Tveir menn voru í dag dæmdir í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi Hérðasdómi Vestfjarða fyrir að hafa í vörslum sínum 191,03 grömm af amfetamíni ásamt 7,8 grömm af maríhúana. Ákærðu viðurkenndu sök.

Annar ákærðu á nokkurn sakarferil að baki. Hefur hann fjórum sinnum sætt refsingu fyrir fíkniefnalagabrot.

Ákærðu nálguðust efnin í Reykjavík og fluttu þau í bifreið vestur nálægt Ísafjarðardjúpi og voru þau geymd í frystikistu. Einn hinna ákærðu framvísaði efnunum við leit lögreglu. Efnin voru gerð upptæk af lögreglu og var ákærðu gert að greiða allan sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×