Enski boltinn

Ef að ég kæmi að Mo Salah með kærustunni minni þá myndi ég færa þeim morgunmat í rúmið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool hreinlega misstu sig á Twitter um helgina eftir einn eina mögnuðu frammistöðuna hjá Egyptanum Mohamed Salah.

Mohamed Salah skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Liverpool á Southampton og hefur því skorað 9 mörk í fyrstu tólf umferðum ensku úrvalsdeildarinnar og alls fjórtán mörk á tímabilinu. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigri Liverpool um helgina.

Liverpool Echo safnaði saman nokkrum athyglisverðum twitter-færslum stuðningsmanna Liverpool en aðdáun og ást þeirra á Mohamed Salah flæddi yfir netið eftir leikinn.

Einn þeirra skrifaði: „Ef að ég kæmi að Mo Salah með kærustunni minni þá myndi ég færa þeim morgunmat í rúmið,“ eins og sjá má hér fyrir neðan.



Annar blandaði Lionel Messi í málið á skemmtilegan hátt eins og sjá má hér fyrir neðan.





Þá var fólk auðvitað farið að lofa því að skíra börnin sín eftir Egyptanum eins og sjá má hér fyrir neðan.







Það var líka nóg af fleirum skemmtilegum tístum eins og sjá má hér fyrir neðan.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×