Erlent

Jóladrykkjan bitnar illa á börnunum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Drykkjulæti eru mikil á Þorláksmessu á Grænlandi.
Drykkjulæti eru mikil á Þorláksmessu á Grænlandi. NORDICPHOTOS/GETTY
Þorláksmessa er annasamasti dagur ársins hjá lögreglunni  á Grænlandi. Þá þarf lögreglan víða að skerast í leikinn vegna drykkju og heimilisofbeldis.

Grænlenska útvarpið hefur það eftir Linu Davidsen vaktstjóra að misnotkun áfengis sé greinilegust í desember. Mesta annríkið hjá lögreglunni hefjist á Þorláksmessukvöld og standi fram á aðfangadagsmorgun. Sorglegt sé að börn þurfi að verða vitni að drykkjunni og ofbeldinu.

Lögreglan kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna lætin byrji 23. desember. Mögulega sé það vegna þess að margir fái útborguð laun 22. desember. Fulltrúi Barnaheilla á Grænlandi kveðst viss um að það sé ástæðan. Að borga út laun á þessum tíma eyðileggi jólagleði margra barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×