Fótbolti

Kjartan Henry spilaði allan leikinn í tapi

Elías Orri Njarðarson skrifar
Kjartan Henry náði ekki að skora í dag
Kjartan Henry náði ekki að skora í dag visir/getty
Kjartan Henry Finnbogason var á sínum stað í byrjunarliði AC Horsens sem töpuðu 1-0 fyrir OB í þriðju umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Horsens hafði unnið báða leiki sína fyrir þennan og voru efstir í deildinni með 6 stig eftir tvær umferðir. OB voru með 3 stig eftir tvær umferðir.

Leikurinn var jafn og spennandi en staðan var markalaus þegar blásið var til loka fyrri hálfleiks.

Á 62. mínútu fékk Simon Okosun sitt annað gula spjald og þar með rautt og Kjartan og félagar þá manni færri.

Átján mínútum síðar fékk Izunna Uzochukwu, leikmaður OB, líka sitt annað gula spjald og þar með rautt. Bæði lið voru því aðeins með 10 leikmenn hvort inn á vellinum.

Á 86. mínútu skoraði Jens Jakob Thomassen sigurmarkið fyrir OB en hann var nýkominn inn á sem varamaður.

Fleiri urðu mörkin ekki og OB komu sér upp í þriðja sætið. Horsens er sem stendur enn efstir en þó eiga önnur lið eftir að spila í þriðju umferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×