Fótbolti

Inter vann Chelsea í Meistarabikarnum | Sjáðu fáránlegt sjálfsmark hjá Kondogbia

Elías Orri Njarðarson skrifar
Chelsea og Inter Milan mættust í dag í Meistarabikarnum en leikið var í Singapúr.

Bæði lið voru með sterkt byrjunarlið en Álvaro Morata, sem er nýkominn til Chelsea frá Real Madrid, var í fyrsta sinn í byrjunarliði hjá Chelsea.

Bæði lið byrjuðu af krafti en það var ekki fyrr en rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar að César Aspillicueta braut á Stevan Jovetic, leikmanni Inter Milan, inn í vítateig og vítaspyrna dæmd.

Jovetic fór sjálfur á punktinn og lét Thibaut Courtois, markmann Chelsea, verja frá sér en var fyrstur að átta sig og tók sjálfur frákastið og setti boltann í netið og Inter Milan komið yfir og fór með forskot inn í síðari hálfleikinn.

Strax eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik jók Ivan Perisic forskot Inter í tvö mörk og erfiður róður framundan fyrir Chelsea.

Það gekk erfiðlega fyrir leikmenn Chelsea að koma boltanum í netið hjá Inter en Geoffery Kondogbia, leikmaður Inter, sá um það fyrir Chelsea á 74. mínútu þegar að hann skoraði afar skrautlegt sjálfsmark og Chelsea komið inn í leikinn.

Á 83. mínútu skoraði svo Michy Batshuayi fyrir Chelsea en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri urðu mörkin ekki og afar skrautlegur 2-1 sigur Inter í höfn.

Sjáðu mörkin úr leiknum hér í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×