Fótbolti

Óvænt tap hjá Hammarby gegn Jönköpings Södra

AnElías Orri Njarðarson skrifar
Arnór Smárason spilaði einungis fyrri hálfleikinn í tapi Hammarby
Arnór Smárason spilaði einungis fyrri hálfleikinn í tapi Hammarby visir/getty
Jönköpings vann óvæntan sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Heimamenn í Jönköpings sátu í 13. sæti fyrir leikinn með 15 stig en Hammarby í því níunda með 24 stig.

Arnór Smárason og Birkir Már Sævarsson voru á sínum stað í byrjunarliði Hammarby en Ögmundur Kristinsson var ekki í hóp hjá liðinu en mikil óvissa ríkir um framtíð hans hjá félaginu eftir að markvörðurinn Johan Wiland gekk til liðs við Hammarby.

Leikurinn var tíðindalítill og það var ekki fyrr en á 27. mínútu þegar að heimamenn í Jönköpings fengu vítaspyrnu sem Tommy Thelin skoraði úr.

Jönköpings fóru því með nokkuð óvænt forskot inn í síðari hálfleikinn.

Arnór Smárason var tekinn útaf í hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var jafn bragðdaufur og sá fyrri og ekkert gerðist í þeim síðari. Birkir Már Sævarsson var tekinn útaf á 82. mínútu leiksins.

Engin fleiri mörk voru skoruð og endaði leikurinn með 1-0 sigri Jönköpings sem fóru upp um eitt sæti og eru með 18 stig í deildinni en Hammarby situr enn í því níunda en þó eiga önnur lið eftir að spila, þannig að staða þeirra gæti breyst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×