Erlent

Hryðjuverkaárásin í London: Rúmenska konan er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Andrea Cristea og kærasti hennar Andrei Burnaz.
Andrea Cristea og kærasti hennar Andrei Burnaz. Vísir/EPA
Rúmensk kona sem hrapaði í Thames af Westminster-brúnni í hryðjuverkaárásinni í London þann 22. mars er látin. Lögregla í London greindi frá þessu í morgun.

Andrea Cristea var fimmta fórnarlamb árásarmannsins, Khalid Masood, sem ók bíl sínum á gangandi vegfarendur á Westminster-brúnni áður en hann fór út úr bílnum og stakk lögreglumann til bana fyrir utan breska þinghúsið. Hinn 52 ára Masood var svo skotinn til bana.

Hin 31 ára Cristea var á ferðalagi með kærasta sínum Andrei Burnaz þegar árásin varð gerð. Hún hafði verið í öndunarvél á sjúkrahúsi í London, en ákveðið var að slökkva á öndunarvélinni í gær.

Áður höfðu borist fréttir af því að Burnaz hafi ætlað sér að biðja Cristea, sem starfaði sem arkitekt, síðar sama dag og árásin var gerð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×