Fótbolti

Arnór Ingvi mættur til Grikklands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Ingvi Traustason er mættur til Grikklands.
Arnór Ingvi Traustason er mættur til Grikklands. Mynd/SDNA
Grískir fjölmiðlar hafa birt myndir af Arnóri Ingva Traustasyni á flugvellinum í Aþenu þangað sem hann er mættur til að gangast undir læknisskoðun hjá AEK.

Arnór er á mála hjá austurríska liðinu Rapid Vín, en hann kom til þeirra síðasta sumar eftir að hafa orðið sænskur meistari með Norrköping. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Arnóri síðasta tímabil og endaði lið hans í fimmta sæti austurrísku deildarinnar.

Arnór Ingvi er 24 ára gamall og á að baki þrettán leiki með íslenska landsliðinu þar sem hann hefur skorað fimm mörk. Eftirminnilegasta mark hans með landsliðinu er þó án efa sigurmarkið gegn Austurríki á EM í Frakklandi í fyrra. 


Tengdar fréttir

Arnór Ingvi á leið til AEK

Lansliðsmaðurinn Arnór Ingvi er sagður á leið til AEK Aþenu á láni frá Rapid Vín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×