Innlent

Óökuhæfur bíll skilinn eftir á þjóðveginum í meira en sex klukkustundir

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bifreiðin hefur verið á veginum síðan rétt eftir klukkan tvö í dag.
Bifreiðin hefur verið á veginum síðan rétt eftir klukkan tvö í dag. Aðsent
Grá Honda bifreið er stopp á þjóðveginum við Kvíá á Öræfum og hefur verið þar í rúmar sex klukkustundir þegar þetta er skrifað.   Áhyggjufullur vegfarandi hafði samband við fréttastofu þar sem stutt væri í myrkur og bifreiðin hafði verið skilin eftir á miðjum veginum. Lögregla mætti á staðinn eftir aftanákeyrslu sem átti sér stað fyrr í dag og tók skýrslu og er bifreiðin merkt með gulum borða frá lögreglu.

Mikil slysahætta getur skapast við aðstæður sem þessar.Aðsent
Á meðfylgjandi myndum sést að bifreiðin var ekki færð út í kant og er hún ljóslaus. Lögreglan á Suðurlandi staðfesti í samtali við Vísi að bifreiðin hafi orðið óökuhæf eftir þriggja bíla árekstur rétt eftir klukkan tvö í dag. Tíu farþegar voru í þessum þremur bifreiðum og voru ekki alvarleg meiðsl á fólki. Tveir bílanna voru tjónaðir og voru farþegar aðstoðaðir við að komast á hótel.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu óskaði bílaleigan eftir því að fá að fjarlægja bifreiðina sjálf.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlaði bílaleigan sem á þessa bifreið að sjá um að fjarlægja hana. Lögreglan á Suðurlandi ætlar að reka á eftir þessu og láta dráttarbifreið fjarlægja hann á eftir ef það verður ekki gert. Því ætti bifreiðin að vera sótt fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×