Innlent

Segja barna­bóta­kerfið helst minna á fá­tækra­styrk

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Henný Hinz, aðalhagfræðingur ASÍ.
Henný Hinz, aðalhagfræðingur ASÍ.
Barnabótakerfið á Íslandi er orðið bitlaust og minnir helst á fátækrastyrk. Þetta segir í tilkynningu frá Alþýðusambands Íslands. Í tilkynningunni segir að barnabætur séu að misssa marks sem úrræði til að jafna kjör barnafólks og barnlausra.

Þannig hafi fjárhæðir bóta hvorki haldið í við þróun launa né verðlags og skerðingarhlutföll vegna tekna hafi aukist. Hagfræðingur sambandsins segir þetta áhyggjuefni og bendir á að t.a.m. hafi hlutfall barnabóta af launum einstæðra foreldra farið úr um 20% árið 1998 niður í 9% 2016.

ASÍ beinir spjótum sínum enn fremur að Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, en í tilkynningunni segir að á sama tíma og ráðherrann lýsi áhyggjum af lækkandi fæðingartíðni dragi hann úr barnabótagreiðslum til launafólks.

Ráðherrann bendir aftur á móti á að barnabætur hafi verið tekjutengdar árið 2010, löngu fyrir tíð núverandi ríkisstjórnar. Þá hafi barnafólk það almennt umtalsvert betra í dag en árið 1998 og sé að jafnaði með mun hærri ráðstöfunartekjur. 

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hefst umfjöllunin á mínútu 4:30 í fréttatímanum sem sjá má fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×