Erlent

Maðurinn sem keyrði vörubíl yfir hóp hermanna í Jerúsalem sagður stuðningsmaður ISIS

Anton Egilsson skrifar
Maðurinn keyrði vörubíl yfir hóp hermanna.
Maðurinn keyrði vörubíl yfir hóp hermanna. Vísir/EPA
Maðurinn sem keyrði vörubíl yfir hóp hermanna í Jerúsalem í dag með þeim afleiðingum að fjórir létust og fimmtán særðust er sagður hafa verið stuðningsmaður ISIS eða Íslamska ríkisins. Þetta segir Benjamin Netanyahu, forseti Ísrael. BBC greinir frá þessu. 

„Við höfum fundið út hver árásarmaðurinn er. Öll merki benda til þess að hann hafi verið stuðningsmaður Íslamska ríkisins” segir í tilkynningu frá forsetanum.

Hin látnu, þrír karlmenn og ein kona, voru öll á þrítugsaldri. Að sögn sjónarvotta keyrði árásarmaðurinn á hópinn áður en hann bakkaði bílnum aftur yfir fólkið. Samkvæmt lögreglu var maðurinn sem er frá Palestínu skotinn til bana af hermönnunum sem hann réðist á.


Tengdar fréttir

4 látnir eftir árás í Jerúsalem

Maður keyrði vörubíl á hóp hermanna í Jerúsalem með þeim afleiðingum að fjórir létust og fimmtán særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×