Erlent

Fyrrverandi forseti Íran látinn

Anton Egilsson skrifar
Rafsanjani var forseti Íran frá 1989 til 1997.
Rafsanjani var forseti Íran frá 1989 til 1997. Vísir/Getty
Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Íran, er látinn 82 ára að aldri. Hann er talinn hafa látist af völdum hjartaáfalls. BBC greinir frá þessu.

Rafsanjani varð fjórði forseti Íran þegar hann tók við embætti árið 1989. Gegndi hann stöðunni í tvö kjörtímabil eða til ársins 1997. Hann bauð sig svo aftur fram til forseta árið 2005 en laut í lægra haldi fyrir Mahmoud Ahmadinejad.

Í kjölfar fregna um andlát forsetans fyrrverandi hópaðist mikill fjöldi fólks saman fyrir utan sjúkrahús í Tehran, höfuðborg Íran, þar sem Rafsanjani lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×