Erlent

Páfinn hvetur mæður til brjóstagjafar í Sixtínsku kapellunni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frans páfi sagði að mæður ættu að vera frjálsar til að gefa börnum sínum brjóst í Sixtínsku kapellunni.
Frans páfi sagði að mæður ættu að vera frjálsar til að gefa börnum sínum brjóst í Sixtínsku kapellunni. Vísir/Getty
Frans páfi hvatti mæður sem mæta til messu í Sixtínsku kapelluna í Vatíkaninu til þess að gefa börnum sínum brjóst, þær eigi ekki að óttast það. Guardian greinir frá.

,,Athöfnin er svolítið löng, einhver grætur vegna þess að hann er svangur og þannig er það bara” sagði páfinn í athöfn þar sem skírnar Jesú Krists var minnst.

,,Mæður, gefið barninu ykkar brjóst, án þess að óttast. Alveg eins og þegar María mey gaf Jesú brjóst” sagði argentínski páfinn í athöfn þar sem hann skírði tuttugu og átta börn. 

Páfinn hefur áður látið í ljós stuðning sinn við brjóstagjöf á almennum vettvangi en í mörgum löndum er slíkt ekki vel liðið þrátt fyrir að gögn sýni fram á ótvíræða kosti brjóstagjafar fyrir heilsufar ungbarna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×