Erlent

4 látnir eftir árás í Jerúsalem

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn keyrði yfir hóp fólks.
Maðurinn keyrði yfir hóp fólks. Vísir/EPA
Fjórir eru látnir í Jerúsalem eftir að maður keyrði vörubíl á hóp hermanna, að sögn ísraelsku lögreglunnar. Meðal látinna voru þrjár konur og einn karlmaður en fimmtán manns slösuðust í árásinni. BBC greinir frá.

Að sögn ísraelsku lögreglunnar er um hryðjuverkaárás að ræða. Að sögn sjónarvotta keyrði árásarmaðurinn á hópinn áður en hann bakkaði bílnum aftur yfir fólkið. Að sögn lögreglu var hann skotinn af hermönnunum sem hann réðist á, en talið er að hann sé látinn.

Ísraelskir fjölmiðlar halda því fram að árásarmaðurinn hafi verið Palestínumaður. Árásin átti sér stað á vinsælu skemmtigöngusvæði í eldri hluta borgarinnar.

Ráðamenn í Ísrael og Palestínu hafa kennt gjörðum hvor annarra um árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×