Erlent

Sex ungmenni fundust látin í garðskýli eftir gleðskap

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla hefur girt af svæðið í kringum garðskýlið.
Lögregla hefur girt af svæðið í kringum garðskýlið. Vísir/AFP
Sex ungmenni fundust látin í garðskýli í bænum Arnstein í Þýskalandi í gær. Faðir tveggja þeirra sem létust fann líkin. BBC greinir frá.

Þau sem létust voru á aldrinum átján til nítján ára, fimm piltar og ein stúlka. Höfðu þau verið að fagna afmæli stúlkunnar um helgina. Faðir stúlkunnar og eins piltsins á garðskýlið og fór að leita að þeim eftir að þau skiluðu sér ekki heim í gær.

Kom hann að þeim í garðskýlinu sem er á afskekktu svæði fyrir utan Arnheim. Hringdi hann á aðstoð en ungmennin voru öll úrskurðuð látin á vettvangi.

Dánarorsök eru ókunn þó ekki sé talið að um saknæmt athæfi hafi valdið dauða ungmenninna. Lögregla rannsakar hvort að ungmennin hafi dáið úr kolmónoxíð eitrun en þau höfðu kveikt í arni til að hlýja sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×