Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vopnaðir sérsveitarmenn gengu um miðbæ Reykjavíkur í dag á meðan fjölskylduhátíðin Colour Run fór fram. Ríkislögreglustjóri segir að um sé að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaárása í Bretlandi og á fleiri stöðum. Nýlegt áhættumat vegna hryðjuverkaógnar hér á landi er trúnaðarmál og fá fjölmiðlar ekki aðgang að því. Við fjöllum nánar um málið kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Þá verður fjallað um tjón upp á annan milljarð sem blasir við Kópavogsbæ vegna myglu sem er í húsnæði Kársnesskóla. Svo gæti farið að rífa þurfi húsið og byggja nýtt. Við ræðum við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, um þessa stöðu í fréttatímanum.

Við verðum einnig á léttari nótum og ræðum við konu sem ólst upp í SOS barnaþorpi í Króatíu. Hún fær draum sinn uppfylltan þegar hún fer á landsliðsleik Íslands og Króatíu á morgun. Þá hittum við hóp fólks sem ætlar að hjóla þrettán hundruð kílómetra leið frá Kaupmannahöfn til Parísar til að safna fé fyrir krabbameinssjúk börn, og heimsækjum nýjasta meðlim björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sporhundinn Urtu. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×