Innlent

Segja myndbirtingu hafa verið nauðsynlega

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur myndbirtingu vegna rannsóknar á meintu kynferðisofbeldi í Breiðholtslaug ­í síðust viku hafa verið nauðsynlega. Lögreglan birti mynd af aðila sem talinn er hafa verið barn í tengslum við rannsókn málsins. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að myndbirtingin hafi sætt gagnrýni og að allar athugasemdir séu teknar alvarlega.

Þá kemur fram að Barnaverndarstofa óskaði eftir frekari skýringum á birtingunni og að fundað hafi verið með fulltrúum hennar í dag.

„Farið var yfir tildrög myndbirtingarinnar, sem lögreglan telur að hafi verið nauðsynleg í ljósi alvarleika málsins, en Barnaverndarstofa kom jafnframt með gagnlegar ábendingar sem horft verður til,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×