Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Frjálst mat stjórnvalds ræður því hverjir fá skattaívilnun vegna veikinda, lyfja og lækniskostnaðar, og hverjir ekki. Steinþór Haraldsson, starfandi ríkisskattstjóri, segir mál af þessu tagi erfið viðfangs og að oft sé þyngra en tárum taki að meðhöndla þau.

Rætt verður við hann í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Í fréttunum verðum við líka í beinni útsendingu frá Gamla bíói við upphaf Hinsegin daga, heimsækjum Norðurlandahúsið í Færeyjum og förum á málverkasýningu þar sem fötluð ungmenni sýna afrakstur listsköpunar sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×