Innlent

Á 154 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Eyþór
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af manni í austurhluta borgarinnar skömmu fyrir klukkan 2 í nótt sem grunaður er um að hafa farið inn í nokkrar ólæstar bifreiðar. Talið er að maðurinn hafi þar verið að leita að verðmætum. Að sögn lögreglunnar var hann handtekinn og vistaður í fangageysmlu.

Þá voru sex ökumenn stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Þar af voru tveir vistaðir í fangageymslu í nótt vegna rannsóknarhagsmuna.

Að sama skapi voru „nokkrir“ teknir fyrir of hraðan akstur á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sá sem hraðast ók var á 154 kílómetra hraða á Reykjanesbraut í Garðabæ. Alls voru 60 mál bókuð í dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til 05:00 í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×