Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skortur er á sjómönnum víðsvegar um landið, en margir þeirra hafa skipt um starfsvettvang undanfarna mánuði. Lækkun fiskverðs, og þar með launa sjómanna, er helsta ástæða þessa, en launin hafa lækkað um þrjátíu prósent undanfarið ár. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Í fréttatímanum heimsækjum við líka lundann Munda, sem bjargað var úr vegarkanti en lifir nú góðu lífi hjá fóstru sinni í Mosfellsbæ. Loks verðum við í beinni útsendingu frá undirbúningi tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem fram fer um verslunarmannahelgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×