Innlent

Segir engan farþega hafa átt bókaða ferð með ferjunni Akranesi á föstudaginn

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Þeir sem ætluðu að nýta sér ferjuna til að komast á milli Reykjavíkur og Akraness á föstudaginn þurfa að leita sér annarra leiða.
Þeir sem ætluðu að nýta sér ferjuna til að komast á milli Reykjavíkur og Akraness á föstudaginn þurfa að leita sér annarra leiða. vísir/anton brink
Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir í samtali við Vísi að aðeins einn dagur muni falla niður í ferðum ferjunnar Akraness í kringum Verslunarmannahelgina. Ferjan mun því ekki sigla á milli Akraness og Reykjavíkur á föstudaginn næstkomandi.

Enginn ferja mun koma í staðinn og verða því þeir, sem ætluðu að nýta sér ferjuna, að leita annarra leiða þennan eina dag. Enginn farþegi átti bókaða ferð með ferjunni á föstudaginn.

Gunnlaugur Grettisson segir að almenn ánægja ríki um niðurstöðu samgönguráðuneytisins.vísir/óskar p. friðriksson
Gunnlaugur segir ferjuna vera eins og strætó, fólk mæti þegar það ætlar sér yfir fjörðinn.

„Það varð ekki röskun fyrir neinn sem átti bókað,“ segir Gunnlaugur.

Gunnlaugur segir að þeir hafi í júní beðið um leyfi til að leggja niður ferðina þennan dag.

„Við siglum alla virka daga og við óskuðum eftir því í júní að fá frí þennan eina dag til að geta farið í þetta verkefni ef þetta yrði heimilað og það var orðið við því góðfúslega. Enda erum við að sigla mjög mikið af aukaferðum upp á Skaga. Við erum að sigla fjórar ferðir á dag og svo erum við að sigla um helgar,“ segir Gunnlaugur.

Gunnlaugur segir að þau hjá Sæferðum séu afar ánægð með niðurstöðuna og þetta verði spennandi verkefni.


Tengdar fréttir

Niðurstaða Samgöngustofu óboðleg

„Mér finnst niðurstaða Samgöngustofu í þessu máli og rökstuðningurinn með henni vera full af innbyrðis mótsögnum, vera ómálefnaleg og óskiljanleg í samhengi hlutanna,“ segir Páll Magnússon.

Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð

Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness.

Sannfærður um að Akranes sigli til Eyja

Ekki tókst að taka ákvörðun um hvort báturinn Akranes megi sigla milli lands og Eyja í samgönguráðuneytinu í gær. Hún verður tekin í dag. Bæjarstjórinn segist ekki geta setið undir óvönduðum vinnubrögðum Samgöngustofu.

Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun

Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×