Innlent

Ölvaðir menn sökktu skemmtibáti á Reykjanesi

Gissur Sigurðsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mennina á Borgarspítalann í Reykjavík til aðhlynningar en þeir voru kaldir og blautir.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mennina á Borgarspítalann í Reykjavík til aðhlynningar en þeir voru kaldir og blautir. Vísir/Vilhelm
Tveir ölvaðir menn voru rétt búnir að fara sér að voða þegar þeir sigldu skemmtibáti sínum upp í stórgrýtta fjöruna vestur af Vogum á Reykjanesi í gærkvköldi þannig að báturinn mölbrotnaði og þeir lentu í sjónum.

Þeim tókst þó að svamla upp í fjöruna fyrir eigin ramleik, kaldir og hraktir. Vaktstöð siglinga í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tók eftir að báturinn datt allt í einu út úr sjálfvirka tilkynningakerfinu rétt fyrir klukkan níu. Var þá þegar haft samband við björgunarsveitarmenn, sem fyrir tilviljun voru að æfa sig á slöngubátum á þessum slóðum, og þeir beðnir að svipast um eftir bátnum.

Tuttugu mínútum síðar sáu þeir til mannanna í fjörunni en um það leyti var þyrla Gæslunnar að koma á vettvang og flutti þá á Borgarspítalann til aðhlynningar vegna kulda.

Þar vöknuðu strax grunsemdir um að menninrir væru ölvaðir og staðfestu blóðsýni það, að sögn lögreglu. Að lokinni aðhlynningu voru þeir vistaðir í fangageymslum, en að sögn vitna er báturinn sennilega gerónýtur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×