Erlent

Árásarmaðurinn í Louvre neitar að tjá sig í yfirheyrslum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn réðst á franska hermenn sem voru við Louvre safnið.
Maðurinn réðst á franska hermenn sem voru við Louvre safnið. Vísir/EPA
Árásarmaðurinn sem réðst á franska hermenn með sveðju, fyrir utan Louvre safnið í París á föstudag, neitar að tjá sig við lögregluna í yfirheyrslum. BBC greinir frá.

Um er að ræða 29 ára gamlan mann frá Egyptalandi, að nafni Abdullah Reda al-Hamamy. Hann slasaðist í árásinni þegar hann var skotinn af hermönnum. Honum hefur því verið haldið á sjúkrahúsi í París, en þótti reiðubúinn til þess að svara spurningum lögreglu í dag.

Lögreglan rannsakar Twitter aðgang Hamamy, en þar tjáði hann sig rétt fyrir árásina og vísaði þar til „bræðra sinna í Sýrlandi,“ en talið er að hann hafi þar vísað til hryðjuverkahópsins sem kennir sig við Ríki Íslams. 

Yfirheyrslur yfir manninum munu halda áfram á næstu dögum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×