Erlent

Páfinn sagður ráðast gegn íhalssömum kaþólikkum

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Yfirvöld í Róm brugðu strax á það ráð að hylja plakötin með öðrum plakötum sem á stendur „Ólögleg auglýsing“
Yfirvöld í Róm brugðu strax á það ráð að hylja plakötin með öðrum plakötum sem á stendur „Ólögleg auglýsing“ Vísir/Getty
Páfinn er gagnrýndur á plakötum sem sprottið hafa upp víð og dreif í Róm. Þar er hann sagður ráðast að íhaldssömum kaþólikkum. Yfirvöld í Róm brugðu strax á það ráð að hylja plakötin með öðrum plakötum sem á stendur „Ólögleg auglýsing“. Ekki er vitað hverjir standa að baki áróðursplakötunum. Reuters greinir frá.

Á plakatinu má sjá mynd af Frans páfa þar sem hann er þungur á brún. Undir henni stendur  „Hvar er miskunnin þín?“ og er páfinn ásakaður um að hafa skipt sér um of af málefnum íhaldssamra kaþólikka. Vitnað er í „afhöfðun riddara Möltu“ en það er tilvísun í gamla kaþólska trúarreglu  sem sinnir góðgerðarstarfsemi í dag. Textinn er skrifaður á sérstakri mállýsku sem aðeins er töluð í Róm.

Plakötin komu sjö klukkutímum áður en páfinn gaf út tilkynningu þess efnis að erkibiskupinn Angelo Becciu ætti að taka við formannsæti trúarreglunnar en fyrrum forystumaður hennar hafði átt í deilum við páfann og sagði upp formannssæti sínu fyrir stuttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×