Erlent

Tugir manna hafa látið lífið í snjóflóðum í Afganistan og Pakistan

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Þau svæði sem verst hafa farið út úr ástandinu eru Badakhshan í Norð-Austur Afganistan, Nangahar í Austur Afganistan og Parwan nálægt Kabúl.
Þau svæði sem verst hafa farið út úr ástandinu eru Badakhshan í Norð-Austur Afganistan, Nangahar í Austur Afganistan og Parwan nálægt Kabúl. Vísir/AP
Tugir manna hafa slasast í snjóflóðum og snjó hefur kyngt niður í Afganistan og Pakistan og hefur flugvöllum og vegum meðal annars verið lokað vegna ísingar. Snjódýptin hefur farið upp í 2,5 metra.

Talið er að um 100 manns hafi látið lífið síðastliðna þrjá daga í Afganistan, þar á meðal 16 manns í snjóflóði sem féll norðan við höfuðborgina Kabúl. Þau svæði sem verst hafa orðið úti eru Badakhshan í norðausturhluta Afganistans, Nang­ahar í austurhlutanum og Parwan sem er skammt frá Kabúl.

Þrettán manns hafa látið lífið í snjóflóðum í Norður-Pakistan. Bærinn Chitral skemmdist mikið í snjóflóði og vitað er um níu látna, en talið er að fjöldi manna sé enn undir snjónum. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×