Erlent

Franski árásarmaðurinn tilbúinn til yfirheyrslu

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Árásarmaðurinn er talinn tilbúinn í yfirheyrslur.
Árásarmaðurinn er talinn tilbúinn í yfirheyrslur. Vísir/AFP
Árásarmaðurinn sem réðst á franska hermenn með sveðju fyrir utan Louvre safnið í París á föstudag hefur verið settur í formlegt varðhald og gerður tilbúinn fyrir yfirheyrslur.

Árásarmaðurinn slasaðist í árásinni eftir að hermaður skaut hann og þurfti hann því að jafna sig áður en yfirheyrslur gætu hafist formlega.

Árásarmaðurinn var 29 ára gamall egypskur ríkisborgari að nafni Abdullah Reda al- Hamamy.  Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur lýst árásinni sem hryðjuverkaárás eftir að einn hermaður slasaðist og safninu var lokað.

Árásarmaðurinn var með bbakpoka meðferðis og talið var að hann innihéldi sprengjuefni. Það kom svo á daginn að bakpokinn innihélt spreibrúsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×