Fótbolti

Miðverðirnir úr Víkinni báðir í sigurliði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári og Sölvi Geir fyrir nokkuð mörgum árum síðan.
Kári og Sölvi Geir fyrir nokkuð mörgum árum síðan.
Gömu liðsfélagarnir úr Víkingi R., Djurgården og íslenska landsliðinu, Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason, voru báðir í sigurliði í dag.

Sölvi byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Guangzhou R&F í kínversku ofurdeildinni og var aðeins 10 mínútur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Guangzhou byrjaði leikinn af fítonskrafti og eftir 28 mínútur var staðan orðin 3-0. Sölvi og félagar unnu á endanum 4-1 sigur. Þetta var þriðji sigur Guangzhou í röð en liðið er í 5. sæti deildarinnar.

Kári var í byrjunarliði Aberdeen sem vann 2-0 sigur á Hamilton í 1. umferð skosku úrvalsdeildarinnar.

Kári var tekinn af velli eftir klukkutíma. Þá var staðan 1-0, Aberdeen í vil.

Þetta var fyrsti leikur Kára fyrir Aberdeen í fimm ár. Hann lék áður með skoska liðinu tímabilið 2011-12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×