Innlent

Flóð í Breiðholti: Tveir dælubílar frá slökkviliðinu komu á svæðið

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Sælökkviliðið er farið af staðnum og tryggingafélög hafa tekið vel.
Sælökkviliðið er farið af staðnum og tryggingafélög hafa tekið vel. Vísir/Sigurjón
Ægileg úrkoma í Breiðholti olli því að mikið flóð myndaðist í íbúabyggð við Mjóddina. Slökkviliðið sendi tvo dælubíla á svæðið þar sem talsvert regnvatn hefur flætt inn í kjallaraíbúðir. Fyrsta útkallið kom klukkan 11:42 og síðasta útkallið kom nú rétt fyrir klukkan eitt.

„Við erum líka með menn frá Fráveitudeild orkuveitunnar á svæðinu og þeir eru að reyna að finna út hver sé orsökin fyrir því að þetta skili sé ekki í fráveitukerfið, hvort það sé bilun eða stífla,“ sagði Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Hann segir að töluverðar skemmdir séu á svæðinu.

„Það eru náttúrulega töluverðar skemmdir á þessu húnsæði sem vatn hefur flætt inn í,“  segir Sigurður Lárus. Tryggingafélög hvers og eins hafa tekið við málinu.

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands.Vísir/Vilhelm
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga, segir í samtali við Vísi að þau hafi ekki fengið fregnir af flóðinu í Breiðholti.

„Almennt tryggjum við ekki regnvatn nema það sé hlaup í ám og lækjum en ég get ekki svarað því afdráttarlaust nema vita allar aðstæður. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um þetta. En ef það er bara þannig að þetta er úrhellis rigning og holræsin hafa ekki undan þá er það almennt ekki tryggt hjá okkur,“ segir Hulda. Hún leggur áherslu á það að hún geti ekki gefið neitt lokasvar enda þekki hún ekki aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×