Innlent

Talsverður erill hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Einn var tekinn með um tuttugu grömm af hvítu efni en hann er grunaður um að hafa ætlað að selja efnin.
Einn var tekinn með um tuttugu grömm af hvítu efni en hann er grunaður um að hafa ætlað að selja efnin. Vísir/Oskar
Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt vegna ofbeldisbrota eða ölvunarástands. Tíu fíkniefnamál bættust við frá því í gær og eru þau nú komin vel á fjórða tug.

Einn þeirra sem gistir fangageymslur var tekinn með um tuttugu grömm af hvítu efni en hann er grunaður um að hafa ætlað að selja efnin.

Von er á frekari upplýsingum frá lögreglu upp úr hádegi í dag. Viðbragðsaðilar hittast á samráðsfundi í hádeginu á hverjum degi Þjóðhátíðar þar sem farið er yfir gang hátíðarinnar síðasta sólarhringinn.

Upplýst verður um kynferðisbrotamál ef ljóst þykir að rannsóknarhagsmunir séu tryggðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×