Erlent

Sex manns fundust látnir í húsi á Jótlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Búið er að girða af svæðið í kringum húsið.
Búið er að girða af svæðið í kringum húsið. Vísir/Getty
Lögregla í Danmörku fann tvo fullorðna og fjögur börn látin í húsi í Ulstrup, suðvestur af Randers á Jótlandi, um hádegisbil í dag.

Frá þessu greinir lögregla á Austur-Jótlandi í yfirlýsingu. Segir að tilkynning hafi borist klukkan 12:03 að staðartíma og var lögregla og sjúkralið sent á vettvang þar sem líkin fundust.

Lögregla segir rannsókn enn standa yfir og að ekki sé hægt að tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

BT greinir frá því að búið sé að girða af svæðið í kringum húsið.

Ekstrabladet segir frá því að nýverið hafi þrjár eldri manneskjur – tvær konur og einn karl – komið að rauðu múrsteinshúsinu, greinilega í miklu uppnámi.

Í frétt Århus Stiftstidende kemur fram að um fjölskylduharmleik sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×