Erlent

Að minnsta kosti 43 látnir eftir að bílsprengja sprakk í Azaz í Sýrlandi

Anton Egilsson skrifar
Mynd af vettvangi í Azaz.
Mynd af vettvangi í Azaz. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 43 manns eru látnir eftir að bílsprengja sprakk í borginni Azaz í Sýrlandi. Enn er óvitað hver ber ábyrgð á ódæðinu. BBC greinir frá.

Borgin sem er undir yfirráðum uppreisnarmanna er í nálægi við landamæri Tyrklands. Bílsprengjan sprakk fyrir utan dómhús í borginni en það er einungis sjö kílómetrum frá landamærunum.

Enn er óvitað hvort að liðsmenn Íslamska ríkisins beri ábygð á hryðjuverkinu en liðsmenn þeirra hafa nokkrum sinnum beint árásum gegn henni.

Heimildir fregna að tala látinna muni hækka enn frekar en möguleiki er á að allt að 60 manns hafi týnt lífi sínu ásamt því að fjöldamargir hafi særst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×