Erlent

Obama niðurbrotinn vegna skotárásarinnar í Flórída

Anton Egilsson skrifar
Barack Obama segir að of margar skotárásir hafi átt sér stað í forsetatíð sinni.
Barack Obama segir að of margar skotárásir hafi átt sér stað í forsetatíð sinni. Vísir/AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist harmi sleginn vegna þeirra skotárásarinnar í Flórída gær en fimm manns biðu bana í árásinni og átta manns særðust. UPI fjallar um þetta.

Í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC segir Obama að hann sé niðurbrotinn vegna fjölskyldna fórnarlamba árásarinnar. Þá segir Obama jafnframt að skotárásir af þessu tagi hafi verið alltof tíðar í átta ára forsetatíð sinni.

Skotárásin átti sér stað á flugvelli í Fort Lauderdale í Flórída. Einn maður er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn. Sá grunaði heitir Esteban Santiago og er fyrrverandi meðlimur Bandaríkjahers en hann barðist í Íraksstríðinu. Talið er að hann eigi við geðraskanir að stríða.

Obama segir líklegt að á næsta sólarhring muni ástæður að baki árásinni liggja ljósar fyrir.

„Ég held að við munum finna það út á næsta sólarhringnum nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hvað hvatti þennan einstakling til að gera það sem hann gerði.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×