Erlent

Fjórmenningarnir sem beittu fatlaðan mann ofbeldi í beinni á Facebook ekki látnir lausir gegn tryggingu

Anton Egilsson skrifar
Maðurinn sem varð fyrir barðinu á hrottalegri árás.
Maðurinn sem varð fyrir barðinu á hrottalegri árás. Vísir/Skjáskot
Fjórmenningarnir sem stóðu að fólskulegri árás á andlega veikum manni í beinni útsendingu á Facebook í vikunni verða ekki látnir lausir gegn tryggingu. Sky greinir frá þessu.

Í myndbandinu sem sýnt var í beinni á Facbook mátti sjá fjóra aðila, tvo pilta og tvær stúlkur, ganga í skrokk á manni auk þess að hrópa ýmis ókvæðisorð að honum. Einn árásarmannanna. Bundu þau manninn niður áður en þau lömdu hann og stungu með hníf.

Dómarinn sem fyrirskipaði áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim sagði ástæðu þess vera þá að samfélaginu stæði hætta að þeim.

Fyrir dómi lýsti lögmaður fjórmenninganna þeim sem harðduglegu, ábyrgu og trúuðu fólki. Dómarinn sagðist þó ekki sjá sómakennd þeirra.

Ég horfi á hvert ykkar og velti því fyrir mér hvar sómakennd ykkar hafi verið. Ég sé hana ekki.”

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×