Erlent

Ísrael minnkar fjárframlög til Sameinuðu Þjóðanna

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Benjamin Netanyahu, forseti Ísraels, á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna í september 2016.
Benjamin Netanyahu, forseti Ísraels, á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna í september 2016. Vísir/Getty
Ísrael hyggst minnka framlög sín til Sameinuðu þjóðanna um sex milljónir bandaríkjadala eða um 681,8 milljónir íslenskra króna.

Með þessu vilja Ísraelsmenn mótmæla ályktun öryggisráðs SÞ frá síðasta mánuði þar sem kallað var eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar.

Sendiherra Ísraela hjá Sameinuðu þjóðunum ssegir upphæðina vera í hlutfalli við framlag Ísraels sem veitt væri til aðgerða gegn Ísraelsríki.

Sem dæmi nefna þeir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna, nefnd sem rannsakar áhrif Ísraelsríkis á mannréttindi Palestínubúa, og deild um réttindi Palestínu.

„Það er óskynsamlegt að Ísrael taki þátt í að fjármagna verkefni sem vinna gegn okkur hjá Sameinuðu Þjóðunum,“ sagði Danny Danon, sendiherra Ísraela hjá SÞ.

„Sameinuðu Þjóðirnar verða að binda enda á þann fáránlega raunveruleika að þau styrki verkefni sem eingöngu er ætlað að dreifa áróðri gegn Ísraelsríki.“

Bandaríkjamenn sátu hjá í atkvæðagreiðslu öryggisráðsins í síðasta mánuði og var ástæðan talin vera áhersla ríkisstjórnar Baracks Obama á „tveggja ríkja lausnina.“ Hún kveður á um að Palestínumönnum verði gert kleyft að stofna eigið ríki í þeirri von að það geti lægt það ófriðarástand sem hefur verið fyrir botni Miðjarðarhafs síðastliðin ár.


Tengdar fréttir

Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×