Erlent

Vonar að hún hafi gert Bandaríkjamenn stolta

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Michelle Obama barðist gegn tárum við lok ræðu sinnar.
Michelle Obama barðist gegn tárum við lok ræðu sinnar. Vísir/Getty
Michelle Obama forestafrú Bandaríkjanna flutti í dag sína síðustu ræða sem forsetafrú á viðburði í Hvíta húsinu til heiðurs námsráðgjöfum. Hún þakkaði stuðningsmönnum sínum og sagðist vona að hún hefði gert Bandaríkjamenn stolta.

„Að vera forsetafrú ykkar hefur verið mesti heiður lífs míns og ég vona að ég hafi gert ykkur stolt,“ sagði Obama meðal annars. Ljóst var að ræðan reyndi á Obama og var hún nær brostin í grát við lok hennar þegar hún hvatti ungt fólk til að eltast við drauma sína og sækjast eftir góðri menntun.

„Ekki vera hrædd. Heyriði það, unga fólk? Ekki vera hrædd. Verið einbeitt. Verið ákveðin. Verið vongóð. Valdeflið ykkur með góðri menntun. Farið svo út í heiminn og nýtið þá menntun í að byggja upp land sem á ykkur skilið. Horfið til framtíðar með von, aldrei ótta.“

Í tíð sinni sem forsetafrú hefur Obama barist fyrir auknu aðgengi að menntun, lýðheilsu og málefnum herfjölskylda. Hún hefur einnig boðið nemendum í Washington í heimsóknir í Hvíta húsið til að taka þátt í menningarviðburðum.

Þetta er ekki síðasta sinn sem Obama kemur opinberlega fram sem forsetafrú, en hún verður gestur í þætti Jimmy Fallonn næsta miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×