Erlent

Skotárás í Flórída

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Minnst níu eru særðir eftir skotárás á flugvellinum í Fort Lauderdale í Flórída í dag.
Minnst níu eru særðir eftir skotárás á flugvellinum í Fort Lauderdale í Flórída í dag. Vísir/Skjáskot
Vopnaður maður hóf skotárás á flugvellinum í Fort Lauderdale í Flórída í dag. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.

Staðfest var á Twitter síðu flugvallarins að atvikið hefði átt sér stað í farangursmóttöku í flugstöð 2.

Ari Fleischer, fyrrum talsmaður Hvíta hússins, var staddur á flugvellinum þegar atvikið átti sér stað og sagði á Twitter síðu sinni að hleypt hefði verið af skotum og að fólk hefði verið á hlaupum.

Uppfært 19:20

Fimm eru látnir og átta voru fluttir á sjúkrahús eftir árásina.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×