Erlent

El Aissami skipaður nýr varaforseti Venesúela

Atli Ísleifsson skrifar
Cilia Flores, eiginkona Nicolas Maduro, Nicolas Maduro og Tareck El Aissami.
Cilia Flores, eiginkona Nicolas Maduro, Nicolas Maduro og Tareck El Aissami. Vísir/AFP
Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur gert Tareck El Aissami að nýjum varaforseta landsins. Mögulegt er að El Aissami taki við völdum í landinu, takist stjórnarandstöðunni að hrekja Maduro úr embætti.

Í frétt Aftonbladet segir að Maduro hafi verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna gríðarlega bágborins efnahags og stjórnmálalegrar kreppu í landinu.

Stjórnarandstaðan hefur þrýst á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Maduro í embætti. Dómstólar og kosningastjórn landsins hafa til þessa komið í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu og er ljóst að stjórnarandstöðu mun ekki takast að knýja henni fram áður en frestur rennur út þann 10. janúar.

Hefði þjóðaratkvæðagreiða um framtíð Maduro farið fram fyrir 10. janúar og meirihluti kjósenda í Venesúela greitt atkvæði með því að fella forsetann hefði þurft að boða til nýrra forsetakosninga. Fari slík þjóðaratkvæðagreiðsla fram eftir 10. janúar, er ljóst að varaforseti landsins tekur við völdum.

Forsetakosningar í Venesúela fara í fyrsta lagi fram á næsta ári og tekur nýr forseti við völdum árið 2019.

Hinn 42 ára El Aissami er ríkisstjóri í Aragua og hefur áður gegnt embætti innanríkisráðherra og dómsmálaráðherra í stjórnum Hugo Chávez, fyrrverandi forseta Venesúela.


Tengdar fréttir

Atkvæðagreiðsla stöðvuð í Venesúela

Venesúela glímir nú við gífurlegan efnahagsvanda, skort og glæpi og stjórnarandstaða landsins hefur barist fyrir því að koma forseta landsins frá völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×