Erlent

Mikil sprenging fyrir utan dómshús í Izmir

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er vitað hvort á árásin tengist á einhvern hátt árásinni á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt.
Ekki er vitað hvort á árásin tengist á einhvern hátt árásinni á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. Vísir/Getty
Mikil sprenging varð fyrir utan dómshús í Izmir, þriðju stærstu borg Tyrklands, í dag.

Sjónvarpsstöðin NTV greinir frá því að líklegast hafi verið um bílsprengju að ræða og eiga að minnsta kosti tíu að hafa særst.

Að sögn Reuters á lögregla að hafa skotið tvo árásarmenn til bana. Þriðja mannsins er leitað.

Ekki er vitað hvort á árásin tengist á einhvern hátt árásinni á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt, en lögregla handtók í gær 36 manns í Izmir vegna gruns um að tengjast árásinni.

Uppfært 15:53:

Í frétt BBC segir að auk tveggja árásarmanna hafi lögreglumaður og starfsmaður dómshússins látið lífið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×