Erlent

Grínatriði um „alvöru eiginkonur“ ISIS umdeilt

Samúel Karl Ólason skrifar
Í atriðinu sýnir ein kvennana hinum sprengjuvesti sitt og þá má einnig sjá konu tala um að hún hafi nýverið fengið nýja keðju frá eiginmanni sínum.
Í atriðinu sýnir ein kvennana hinum sprengjuvesti sitt og þá má einnig sjá konu tala um að hún hafi nýverið fengið nýja keðju frá eiginmanni sínum.
Grínatriði um „alvöru eiginkonur ISIS“ (e. Real housewives of ISIS) sem sýnt var á BBC á þriðjudaginn hefur reynst umdeilt. Atriðið sem er úr þættinum Revolting, fjallar um fjórar breskar konur sem fóru til Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Verið er að gera grín að þáttum eins og Real Housewives of New York, Orange County og Beverly Hills.

Í atriðinu sýnir ein kvennana hinum sprengjuvesti sitt og þá má einnig sjá konu tala um að hún hafi nýverið fengið nýja keðju frá eiginmanni sínum. Keðjan sé það löng að hún komist næstum því út úr húsi þeirra. Þá segir ein frá því að hún hafi fimm sinnum orðið ekkja.

BBC Two deildi atriðinu á Facebook í gær og hefur það vakið mismikla lukku. Ljóst er að einhverjum þykir ekki rétt að gera grín að þeim stúlkum og konum sem hafi látið platast til að ferðast til Sýrlands þar sem þær búa við afar slæman kost og eru jafnvel látnar ganga á milli vígamanna.

Öðrum þykir gott að gera grín að hryðjuverkasamtökum eins og Íslamska ríkinu og stuðningsmönnum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×