Enski boltinn

Arsenal-menn fögnuðu örugglega í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna titlinum 2002.
Leikmenn Arsenal fagna titlinum 2002. Vísir/Getty
Chelsea mistókst að vinna sinn fjórtánda deildarleik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal-menn fögnuðu þessum úrslitum eins og önnur lið í toppbaráttunni en Arsenal gat einnig fagnað því að Chelsea tókst ekki að jafna metið þeirra.

Tap Chelsea á móti Tottenham á White Hart Lane þýðir að met Arsenal frá árinu 2002 lifir ennþá.

Arsenal vann fjórtán leiki í röð frá febrúar til ágúst 2002 og er nú áfram lengsta sigurganga liðs í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal endaði þá 2001-02 tímabilið með því að vinna þrettán síðustu leikina og vann síðan fyrsta leikinn sinn á tímabilinu 2002-03.

Sigurgang Arsenal endaði með 2-2 jafntefli á móti West Ham á Upton Park 24. ágúst 2002.

Meðal sigranna fjórtán var 1-0 sigur Arsenal á Manchester United á Old Trafford en Arsenal tryggði sér með því enska meistaratitilinn 2002.

Þrettándi sigurinn í röð á því tímabili var síðan sigur í lokaumferðinni á móti Everton en Arsenal fékk titilinn afhentan eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×